Signing of a new Rafnar 1100

March 8, 2020 Þorsteinn Sigurbjörnsson

Signing of a new Rafnar 1100

Rafnar ehf. og Björgunarsveitin Ársæll hafa undirritað kaupsamning á nýjum Rafnar 1100 SAR sem er 11 metra björgunarbátur.
Þetta er þriðji björgunarbátinn af þessari gerð sem Rafnar ehf. smíðar fyrir björgunarsveitir hjá

Slysavarnafélagið Landsbjörg hér á landi. Nú þegar er einn bátur staðsettur í Kópavogi og annar á Fáskrúðsfirði, auk þess er Landhelgisgæslan með bát af sömu gerð og annan af gerðinni Rafnar 850. Bátarnir eru byggðir á einkaleyfi Össurar Kristinssonar. Björgunarbáturinn verður staðsettur í Reykjavíkurhöfn og er ætlaður fyrir skjót viðbrögð í Faxaflóa. Þetta mun auka öryggi sjófarenda á svæðinu sem er sífellt að aukast.
Rafnar 1100 SAR er vel að tækjum búinn.
• FLIR hitamyndavél
• Öflug leitarljós
• Öflug fjarskipti og siglingatæki sem tengjast inn á
gagnagrunn hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.
• Flýgildi getur haft samskipti við silgingatæki um borð í
bátnum.
Upplýsingar um bátinn
• Lengd: 11 metrar
• Hámarkshraði: um 43 hnútar
• Eldsneytistankar: 2×300 lítra tankar
• Vélar: 2x 300 HP Mercury SeaPro
Þess má geta að

Rafnar Hellas

, (sem er skipasmíðastöð í Grikklandi undir Rafnar Martime) hefur hafið smíði á samskonar bátum fyrir strandsgæslu Grikklands.

Björgunarsveitin Ársæll hefur síðustu mánuði verið með Rafnar 850 til reynslu og prófunum og hafa látið vel af sjóhæfni bátnsins.